Guðmundur hættir hjá OR og REY

Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í dag var lagt fram og samþykkt  samkomulag um að Guðmundur Þóroddsson láti af starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.  Um leið ljúki starfsskyldum og vinnuskyldu hans sem forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.  Jafnframt ljúki starfsskyldum og vinnuskyldu hans sem forstjóra Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR.

Guðmundur var forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur en fékk leyfi frá störfum á síðasta ári til að veita Reykjavik Energy Invest forstöðu. Hjörleifur Kvaran hefur síðan stýrt Orkuveitunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert