Manni bjargað úr brennandi íbúð

Lögreglumenn á Suðurnesjum brutu sér leið inn í brennandi íbúð til manns í morgun og björguðu honum út undir bert loft. Maðurinn hafði sofnað út frá eldamennsku í opnu rými um kl. 8 um morguninn og fór reykskynjari í gang þegar reykurinn magnaðist.

Nágranni mannsins heyrði í reykskynjaranum og hringdi í lögregluna. Tókst þannig að bjarga manninum út og var hann með meðvitund við flutning á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar.

Talsverður reykur var í íbúðinni þegar að var komið. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert