Eldur í húsi í Reykjanesbæ

Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Andri Örn Víðisson

Eldur kom upp í geymslulofti á gömlu forsköluðu húsi við Kirkjuveg 45 í Reykjanesbæ um klukkan hálf sex í morgun. Brunavarnir Suðurnesja berjast nú við eldinn og er að sögn erfitt að komast að honum og hefur þurft að rífa mikið. Þrennt var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði en engan sakaði.

Varðstjóri Brunavarna Suðurnesja sagði að húsið væri gamalt og einangrað með tréspæni og að víða leyndust glæður og að rjúfa hafi þurft þakið til að komast að eldinum.

Húsið er með kjallara, hæð og risi. Par var í kjallaranum og einn maður á hæðinni en hann mun hafa orðið eldsins var. 

Búið er að ráða niðurlögum eldsins en mikill reykur var í húsinu. Eldsupptök eru ókunn. 

Þrennt var í húsinu en engin slys urðu á mönnum.
Þrennt var í húsinu en engin slys urðu á mönnum. mbl.is/Andri Örn Víðisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert