Hlutafélagalögin gilda

„Það er alveg ljóst að hlutafélagalögin gilda hér á landi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, um 66. grein hlutafélagalaga þar sem segir að „stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar [...] mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað“. Hann kvaðst ekki muna eftir dæmum um hvort lögin hefðu haft áhrif á stjórnarsetu manna hér á landi.

Spurður hvort það hefði áhrif ef viðkomandi aðili væri meirihlutaeigandi hlutafélagsins sem hann hygðist áfram eiga stjórnarsetu í sagðist Stefán Már fljótt á litið halda að ákvæðið „gilti jafnt hvort að maður væri eigandi hlutafélagsins að stærstum eða öllum hluta eða ekki“. „Þá held ég að ákvæðið eigi alveg við um það,“ sagði Stefán Már. „Það er engin undantekning gerð í slíkum tilvikum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert