Fréttatilkynning frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í leikskólaráði

Fréttatilkynning frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í leikskólaráði:
 
Á fundi leikskólaráðs í dag var lagt fram svar sviðsstjóra við fyrirspurnum minnihlutans vegna vals á rekstraraðilum á ungbarnaleikskóla undir formerkjum heilsustefnu. Jafnframt samþykktu fulltrúar meirihlutans að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við Skóla ehf um rekstur ungbarnaleikskóla frá og með hausti 2008.


Í svari sviðsstjóra kom fram að allar umsóknir undir formerkjum heilsustefnu yrðu skoðaðar með opnum huga og að ekki hafi átt sér stað formlegar viðræður við nokkurn aðila um rekstur leikskólans fyrirfram. Svarið skýtur skökku við, því þegar kynningarefni blaðamannafundar um Borgarbörn er skoðað kemur fram að til standi að stofna ungbarnaleikskóla Heilsustefnunnar haustið 2008. Heilsustefnan er rekin af fyrirtækinu Skólum ehf, sem samþykkt var í dag að ganga til samninga við.
 
Svarið er því ekki í neinu samræmi við kynningu meirihlutans, og vekur upp spurningar um hvort viðræðurnar hafi átt sér stað á pólítískum vettvangi án vitundar sviðsstjóra. Ekki verður séð hvernig hægt er að kynna samstarf við tiltekið fyrirtæki í fjölmiðlum án þess að formlegar viðræður hafi átt sér stað.
 
Hvað ungbarnaleikskólann varðar, gagnrýndu fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar meirihlutann fyrir að ekki væri vandað betur til verks:
 
1. Ekki verður séð að þessi ákvörðun meirihlutans sé þágu meintra kosti einkaframtaksins, að skapa jarðveg fyrir nýjar, ferskar og sjálfsprottnar hugmyndir, heldur er farin öfug leið. Meirihlutinn ákveður að stofna ungbarnaleikskóla og að hann verði rekinn skv. heilsustefnu og auglýsir svo eftir einkaaðila til framkvæmdar.


2. Þörf fyrir rými til handa börnum, 18 mánaða og eldri, er meiri en borgin getur mætt í dag. Eðlilegra væri að herða á uppbyggingu hefðbundinna leikskóla, þannig að smám saman verði hægt að taka inn yngri börn þar til eftirspurninni hefur verið mætt.


3. Ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti inntaka muni fara fram, en einsýnt þykir að eftirspurn verði mjög mikil. Ekki verður séð hvernig jafnræði á að ríkja milli barna þegar aðeins einn ungbarnaleikskóli er í boði.


4. Faglegt mat hefur ekki verið lagt á gildi ungbarnaleikskóla eða heilsustefnu umfram inntöku barna í hefðbundna leikskóla. Þrátt fyrir það ákveður meirihlutinn að umsækjendur sem ekki byggja á heilsustefnu komi ekki til álita, án þess að færð séu fyrir því rök að heilsustefnan henti þessum hópi betur en aðrar stefnur.
 
hér má sjá kynningarefni vegna borgarbarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert