Engin ákvörðun liggur fyrir

Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir hálfum mánuði.
Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir hálfum mánuði.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, liggur engin ákvörðun fyrir hjá Umhverfisstofnun hver afdrif ísbjarnarins verða en lögregla er við bæinn Hraun á Skaga. Ísbjörninn er vakandi en rólegur og því hefur ekki þótt ástæða til þess að rýma bæinn og ekkert fólk hefur verið flutt af svæðinu.

Lögregla lokaði svæðinu eftir að tilkynnt var um ísbjörninn sem heldur sig í æðarvarpi við bæinn á Hrauni sem er ysti bærinn í Skagafjarðarsveit. Var það heimasætan á bænum, Karen Helga Steinsdóttir sem sá ísbjörninn fyrst.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur endanleg ákvörðun ekki enn verið tekin um afdrif ísbjarnarins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert