Stal verkfærum og sendi til útlanda

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt pólskan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela verkfærum og vinnufatnaði frá vinnuveitanda sínum og senda með pósti til Póllands í apríl sl. Maðurinn stal einnig fleiri munum frá fyrirtækinu, sem fundust við húsleit á heimili hans.

Maðurinn sendi m.a. kuldagalla, smíðavesti, flíspeysu, vinnuvettlinga, smíðabelti, 1. stk. kíttisbyssu, dúkahnífa, tommustokk, notuð garðslöngutengi, tússpenna, bora, rafhlöður, skrúfbita, tréblýanta og  járnsagarblöð til heimalands síns. 

Maðurinn játaði brot sín. Fram kemur í dómnum að hann hefur ekki sætt refsingu áður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka