Bónus og Krónan lækka vöruverð

mbl.is

Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lágvöruverðsversluninni Kaskó, um 3,4% á milli verðmælinga í fyrstu og annarri viku júní mánaðar. Næstmest hækkun var í Nóatúni þar sem verð körfunnar hækkaði um 1,5%. Í báðum stóru lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónunni lækkaði verðið á vörukörfunni um tæp 2% á milli vikna.

Verðhækkun körfunnar í Kaskó um 3,4% má að mestu rekja til hækkana á kjötvörum í vörukörfunni á milli vikna en einnig til hækkunar á liðnum ýmsar matvörur.

Lækkun á verði vörukörfunnar  í Bónus og Krónunni er að stærstum hluta tilkomin vegna lækkana á kjötvörum sem er að finna í vörukörfunni en einnig lækkar verð á grænmeti, ávöxtum og drykkjarvörum á milli vikna.

Í Nóatúni þar sem vörukarfan hækkaði um 1,5% á milli vikna er hækkun á kjötvörum helsta skýringin en þar hækkuðu brauð og kornvörur og drykkjarvörur í körfunni einnig nokkuð.

Verðkönnun ASÍ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert