Eldur í gasgrilli

Eldur kom upp í gasgrilli á fjórðu hæð.
Eldur kom upp í gasgrilli á fjórðu hæð. mbl.is/Snorri Pálsson

Eldur kom upp í gasgrilli á svölum á 4. hæð í fjölbýli við Gvendargeisla í Reykjavík fyrir skömmu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við eldinn sem hefur læst sig í klæðningu hússins. Ekki hafa orðið slys á mönnum. 

 Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er líklegt að gaskúturinn hafi verið úr plasti og bráðnað því eldurinn jókst skyndilega og koðnaði síðan niður.

„Ef kútur úr stáli springur ganga svalirnar að öllum líkindum eitthvað til en plastkútarnir eru hannaðir til að bráðna," sagði varðstjóri við Fréttavef Morgunblaðsins.

Eldur kviknaði í gasgrilli á svölum fjölbýlishúss.
Eldur kviknaði í gasgrilli á svölum fjölbýlishúss. mbl.is/Július
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert