Miðaldra par með kókaín

Karlmaður og kona um fimmtugt hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til mánudags. Þau voru stöðvuð við reglubundið eftirlit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag og leyndust í tösku þeirra um 300 grömm af kókaíni. Fólkið, sem er frá Hollandi og kom hingað frá Amsterdam, gerði litla tilraun til að fela efnin.

Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, gengur rannsókn vel en viðbúið er að gæsluvarðhaldið verði framlengt, þó svo að engin ákvörðun hafi verið tekin um það enn. Eyjólfur segir rannsókn á máli fertugs Hollendings sem situr í varðhaldi til 3. júlí nk. vegna tilraunar til innflutnings á 800 g af kókaíni miða ágætlega. Fleiri hafa þó ekki verið handteknir vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert