Þrumuveður gengur yfir landið

Síðdegisskúrirnar koma fyrir hádegi.
Síðdegisskúrirnar koma fyrir hádegi. mbl.is/Brynjar Gauti

Þrumuveður gengur nú yfir Landeyjar og Eyjafjöll á landinu sunnanverðu með miklum hávaða og leiftrum. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings sem staddur er á Suðurlandi er það mikill kuldi í háloftunum sem veldur þessum tilþrifum í veðrinu.

„Kuldinn veldur því að loftið verður óstöðugt," sagði Einar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Síðdegisskúrirnar hérna hafa komið fyrir hádegi, bólstrarnir æða upp um leið og sólin fer að hita og það er vegna þessa háloftakulda. Þetta er meira eins og evrópskt loftslag heldur en íslenskt," sagði Einar og bætti því við að það væri ekki vegna þess að yfirborðið væri hlýtt heldur sökum kulda í háloftum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert