Eigandi hvolpsins yfirheyrður

Eigandi hvolpsins sem urðaður var lifandi í hrauninu í Kúagerði og skilinn þar eftir til að drepast var yfirheyrður af lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Hafði eigandi hundsins sjálfur samband við lögregluna og sagðist nýlega hafa eignast hundinn, sem er fjögurra mánaða tík af doberman-kyni, en að hann hefði sloppið frá sér.

Hundurinn fannst illa leikinn en hann hafði legið tímunum saman undir nokkrum 20 kílóa þungum steinum í hrauninu. Að sögn Helga Sigurðssonar, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hundurinn dvelst núna, er hundurinn að braggast en hann þjáist ennþá af dálitlum lömunareinkennum.

Ekki liggur fyrir hvort eigandi hundsins hafi stöðu grunaðs manns við rannsókn málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert