Góð þátttaka í Miðnæturhlaupi

Rúmlega átta hundruð manns tóku þátt í árlegu miðnæturhlaupi á …
Rúmlega átta hundruð manns tóku þátt í árlegu miðnæturhlaupi á Jónsmessu.

Miðnæturhlaup Powerrade var haldið í 16. sinn á Jónsmessu. Ríflega 800
hlauparar lögðu leið sína í Laugardalinn í gærkvöld í frábæru veðri.

Hlaupið byrjaði klukkan 22:10 við sundlaugarnar í Laugardal og endaði á sama stað. Keppendur voru 821, á aldrinum 4 ára til 80 ára. Hundrað og sextán tóku þátt í 3 km hlaupi, 269 í 5 km hlaupi og 436 tóku þátt í 10 km.

Nokkur fjöldi erlendra keppenda lagði leið sína sérstaklega hingað til lands til að taka þátt í hlaupinu.

Allir keppendur fengu hressingu og verðlaunapening fyrir þátttöku og að auki var verðlaunaafhending fyrir efstu sætin í öllum aldursflokkum á sundlaugarbakkanum um miðnættið. Öllum þátttakendum var boðið frítt í Laugardalslaugina til að skipta um föt fyrir hlaupið og til baða eftir hlaupið.

Hér má finna upplýsingar um hlaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert