Kraftur í kringum Ísland á Húsavík

Við komuna til Húsavíkur í dag
Við komuna til Húsavíkur í dag mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Síðdegis í dag komu tveir slöngubátar til hafnar á Húsavík en þeir lögðu upp frá Vestmannaeyjum þann 14. júní sl. og eru á siglingu hringinn í kringum Ísland. Að siglingunni standa níu manna hópur frá Vestmannaeyjum, sjö sem sigla og tvær af eiginkonum sjófarenda fylgja þeim eftir á bílum. Þetta framtak Vestmannaeyinganna ber heitið Kraftur í kringum Ísland.
 
Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli og styrkja í leiðinni Kraft, sem er stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Til Húsavíkur komu ferðalangarnir eftir siglingu frá Akureyri en með viðkomu í Grímsey og Flatey. Að sögn Bjartmars Sigurðssonar eins úr hópnum gekk siglingin vel þó pusað hafi nokkuð á bátsverja. Þegar til Húsavíkur var komið er  siglingin ríflega hálfnuð en ætlunin er að ljúka hringferðinni á goslokahátíðinni sem haldin verður í Vestmannaeyjum  þann 4. júlí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert