Sérverkefni í útlendingamálum unnin á Ísafirði

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði mbl.is/Brynjar Gauti

Lögfræðingur hefur nú verið ráðinn til starfa hjá sýslumanninum á Ísafirði til að vinna að sérverkefnum á sviði útlendingamála á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Hann starfar undir stjórn og handleiðslu sýslumanns. Verkefnið er ótímabundið.

Lögfræðingurinn mun í upphafi fá starfsþjálfun hjá Útlendingastofnun, sýslumanninum á Ísafirði og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu en að því búnu starfa einvörðungu hjá sýsluskrifstofunni á Ísafirði. Verkefni þetta er liður í átaki stjórnvalda til styrktar atvinnulífi á Vestfjörðum og hafa Haukur Guðmundsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar og Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði, haft veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd þess, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert