Eldsneytisverð hækkar á ný

Reuters

Verð á bensíni og dísilolíu hefur hækkað á ný en algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu er nú 177,40 krónur. Lítrinn af dísilolíu kostar víða 193,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Á fimmtudag í síðustu viku var lítrinn af bensíni og dísil lækkaður um 2 krónur og var bensínlítrinn á 174,40 krónur. Lítrinn af dísilolíu kostaði víða 190,80 krónur í sjálfsafgreiðslu á fimmtudaginn í síðustu viku. Nemur hækkunin nú því þremur krónum.

Fyrir  viku síðan hafði hins vegar bensín og dísillítrinn hækkað um þrjár krónur og var í tvo daga algengt verð á á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu 176,40 krónur og lítrinn af dísilolíu var á 192,80 krónur.

Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ásgeirssyni, innkaupastjóra hjá N1 skýrist hækkunin nú af hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu.

Verð á hráolíu er nú 142,45 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Á sama tíma er Brent Norðursjávarolía á 142,60 dali tunnan í viðskiptum á olíumarkaði í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert