Risaskip leggst að Skarfabakka í dag

Systurnar Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur tóku á móti …
Systurnar Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur tóku á móti skipinu á Akureyri fyrir tveimur árum. mbl.is/Margrét Þóra

Fyrsta stóra skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt til Reykjavíkur fyrir hádegi í dag.

Skipið heitir Costa Atlantica og er 293 metrar á lengd og rúmlega 86.000 brúttótonn. Skipið leggst að Skarfabakka í Sundahöfn, þar sem útbúin hefur verið góð aðstaða til að taka á móti skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra.

Ekki veitir af góðri aðstöðu, því Costa Atlantica tekur 2112 farþega í löngum siglingum eins og til Íslands. Stærsta skemmtiferðaskipið, sem hingað kemur í sumar, heitir Grand Princess. Skipið er tæplega 109.000 brúttótonn, og er væntanlegt til Reykjavíkur 14. ágúst nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert