Hýrnar yfir kirkjunni

„Ef samkynhneigt par biður þig að staðfesta samvist sína í kirkju, munt þú gera það?“ Svona hljóðaði spurningin sem 24 stundir lögðu fyrir alla presta landsins í vikunni. Af þeim sem náðist í svöruðu langflestir játandi – eða 77%.

Það má því þykja ljóst að prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið breyttum aðstæðum opnum örmum. Þeir sem ekki treysta sér til að gefa saman par af sama kyni vísa gjarnan til trúarsannfæringar sinnar, líkt og lög um staðfesta samvist gera ráð fyrir að hægt sé.

Ennfremur voru sóknarprestar, sem sjálfir vilja ekki framkvæma staðfestingarathöfn, spurðir hvort þeir myndu hleypa öðrum prestum inn í kirkjur sínar til þess. Af svörunum að dæma má segja að kirkjudyr landsins séu opnar upp á gátt fyrir samkynhneigð pör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert