Þúsundir án atvinnu

Framkvæmdir munu væntanlega dragast saman með haustinu
Framkvæmdir munu væntanlega dragast saman með haustinu mbl.is/Golli

Þegar sumarfrístímanum lýkur í haust er hætt við að margir missi vinnuna. Horfur á vinnumarkaði eru með þeim hætti að atvinnuleysi gæti á skömmum tíma farið úr 1% í rúm 3%. Í dag eru um tvö þúsund manns án atvinnu en gangi svartsýnustu spár eftir, upp á 3,8% atvinnuleysi á næsta ári, jafngildir það að um 6.700 manns verði atvinnulausir.

Atvinnulausum gæti því fjölgað um allt að fjögur þúsund næsta árið eða svo. Er hér miðað við vinnuafl í landinu upp á tæplega 180 þúsund manns en erlendu starfsfólki gæti átt eftir að fækka verulega vegna minnkandi eftirspurnar á vinnumarkaðnum.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir gott atvinnuástand hafa varað lengur fram á þetta ár en spáð var. Síðan muni atvinnuleysið birtast hratt með haustinu og líkast til hraðar en menn hafi séð í þrjá áratugi. Breytingin verði meiri en margir geri sér í hugarlund.

Þó að klipið hafi verið af framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð, með því að láta hluta tryggingagjalds launa renna í Fæðingarorlofssjóð hefur sjóðurinn fitnað vel í góðærinu.

„Góðu heilli eigum við vel til mögru áranna,“ segir Gissur en eigið fé sjóðsins nemur nú um 13 milljörðum króna. Hann segir sjóðinn „þola“ um 2,3% atvinnuleysi áður en fer að ganga á eigið fé. Þó beri að hafa í huga að launagreiðslur geti átt eftir að minnka samfara minnkandi umsvifum á vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert