Enn fundað um kjör hjúkrunarfræðinga

Samningafundur stendur enn í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fundur samninganefnda félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. 

Elsa B Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfæðinga, segir vinnu við að ná samningum vera í fullum gangi en að enn sé ómögulegt að segja fyrir um það hvort samningar náist í dag eða á morgun. „Við erum hér enn. Það er eiginlega það eina sem ég get sagt," sagði Elsa er blaðamaður mbl.is ræddi við hana skömmu fyrir klukkan þrjú í dag.

Yfirvinnubann hjúkrunarfæðinga tekur gildi klukkan fjögur á morgun og sagði Elsa í samtali við mbl.is í morgun að allt kapp væri lagt á að ná samningum fyrir þann tíma. Ekki kæmi hins vegar til greina að fresta yfirvinnubanninu næðist það ekki. Þá sagði hún um flókna samninga vera að ræða og að því tæki öll vinna við samningsgerðina meiri tíma en samninganefndin hafi gert sér grein fyrir í upphafi vikunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert