Guðmundur skilaði gögnunum

Guðmundur Þóroddsson.
Guðmundur Þóroddsson. mbl.is/Kristinn

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa skilað Hjörleifi Kvaran forstjóra gögnum sem hann fjarlægði af skrifstofum OR um miðjan dag í gær. Gögnin hafði Guðmundur á brott með sér skömmu áður en hann lét af störfum sem forstjóri í lok maí.

Guðmundur sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að bílamál, sem tengist starfslokum hans, séu enn óleyst. Hann haldi enn bíl sem hann hafði til afnota sem hluta af starfssamningi sínum og telji hann falla undir starfsloksamning sinn. Hann þurfi nú að fá sér lögfræðing til að verja það mál fyrir sig. „Ég er ekki búinn að ráð lögfræðing enda átti ég ekki von á að þurfa að standa í svona málum," sagði hann.  

Lögfræðingar OR hafa krafist þess að Guðmundur skili bílnum, nýjum Toyota Land Cruiser.

Guðmundur segist hafa tekið með sér af skrifstofu sinni möppur sem í voru gögn sem honum voru afhent á stjórnarfundum þegar hann hætti störfum. Hann hafi litið á þessi gögn sem sín persónulegu skjöl.

Guðmundur hefur áður lýst því yir að um sé að ræða möppur sem han hafi geymt á skrifstofu sinni og í hafi verið fundargögn sem hann hafi sem forstjóri fengið afhent á stjórnarfundum Orkuveitunnar. Hann hafi litið á þau sem sín persónulegu skjöl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert