Myntsamstarfsleið ekki fær

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, telur þá leið, að stökkva yfir Evrópusambandið og beint inn í myntsamstarf, ekki færa. Hún segist hafa viljað kanna þá leið, enda viljinn fyrir henni greinilega meiri innanlands en fyrir fullri aðild. Hins vegar hafi hún alls staðar fengið sömu svör, um að það sé ekki hægt.

„Bæði þessi ummæli Björns og yfirlýsingar sem hafa komið að undanförnu frá ýmsum samtökum í atvinnulífinu, sýna að það er að færast mjög mikill þungi í þessa umræðu. Það er orðin mjög útbreidd skoðun að til framtíðar litið þurfi Ísland að gerast aðili að myntbandalaginu, taka upp evru og fá þann bakstuðning frá evrópska seðlabankanum sem því fylgir,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra við Morgunblaðið. Hún segir athyglisvert hversu útbreidd sú skoðun sé orðin.

Nánar er rætt við Ingibjörgu Sólrúnu í Morgunblaðinu á morgun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert