Þiggur 20% lægri laun en fyrri bæjarstjóri

Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, bæjarstjóra í gær.
Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, bæjarstjóra í gær.

Fyrsti fundur nýs meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Grindavík fór fram í gær. Á honum var starfslokasamningur Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, samþykktur líkt og ráðningasamningur nýs bæjarstjóra, Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur. Jóna Kristín mun þiggja 20% lægri laun en forveri hennar í starfi – 985 þúsund krónur á mánuði.

Einnig kom fram að kostnaður við bæjarstjóraskiptin sé um 19,5 milljónir króna, fyrir utan launatengd gjöld. 

Nokkrar umræður fóru fram um nýjan málefnasamning meirihlutans. Fulltrúar sjálfstæðismanna létu m.a. bóka að það vekti undrun að ekkert sé minnst á atvinnumál í samningnum, og ljóst að ef atvinnumál verði ekki sett í forgang verði einungis stöðnun og samdráttur í bæjarfélaginu. Annars þótti þeim samningurinn kunnuglegur.

„Ekkert nýtt er í málefnasamningi B- og S-lista, einungis mál og framkvæmdir sem þegar eru í farvegi,“ segir í bókuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert