Íslenskum starfsmönnum fjölgað í Brussel

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Stefnt er að því að fjölga íslenskum starfsmönnum hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og fylgja þannig eftir tillögu Evrópunefndar forsætisráðherra. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að tillögur þessa efnis væru til skoðunar í utanríkisráðuneytinu.

Útvarpið segir, að íslenskum stjórnvöldum hafi í nokkurn tíma staðið til boða að senda sérfræðing til starfa á skrifstofu framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála en ekki nýtt sér það. Kostnaður við að senda starfsmenn út fellur að mestu leyti á Ísland þar á meðal launakostnaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert