Stórlaxasumar í Hofsá

Haukur Geir Garðarsson, veiddi 98 cm hæng þann 12. júlí …
Haukur Geir Garðarsson, veiddi 98 cm hæng þann 12. júlí við Brúarhyl. Stangveiðifélagið Hofsá

„Að fá svona marga á örstuttum tíma er nokkuð merkilegt og þessir bera af í stærð," segir Edda Helgason, hjá Stangveiðifélaginu Hofsá, en á þriggja vikna tímabili hafa fjórir stórlaxar að stærð 97-110 cm veiðst í ánni.  Edda veiddi sjálf þann fyrsta 27. júní sem var 97 cm, og veiddist 110 cm laxinn þann 15. júlí.  Þá hefur þónokkuð af löxum yfir 80 cm veiðst í sumar.

Hofsá er þekkt fyrir stórlaxa og á hverju ári veiðast nokkrir laxar yfir 20 pund eða 10 kíló.  Að sögn Eddu hefur mikið sést af stórlöxum í sumar og segir hún fjörið í veiðinni snúast um orrustuna að ná laxinum inn.  „Menn eru búnir að missa nokkra stóra fiska, í nokkrum tilfellum hefur girnið slitnað," segir Edda og bætir við að laxinn hafi góða möguleika að komast af sérstaklega ef veitt er á litla flugu.

Stangveiðifélagið Hofsá hefur frá því 2002 unnið verkefni í samstarfi við Veiðimálastofnun þar sem sumum löxum sem hefur verið sleppt er komið fyrir í súrefniskassa og þeir fluttir upp fyrir foss á hrygningarsvæði.  Að sögn Eddu hefur verkefnið reynst vel og hafa 40-110 laxar verið fluttir á ári hverju. „Svæðið er friðað og þar er mikið af fæði fyrir laxana, sem þar hrygna þegar haustar," segir Edda. 

Helgi Þórðarson veiddi 97 cm hryggnu þann 7. júlí 2008 …
Helgi Þórðarson veiddi 97 cm hryggnu þann 7. júlí 2008 hjá Nesbreiðu í Hofsá. Stangveiðifélagið Hofsá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert