Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi

Borgarholtsskóli.
Borgarholtsskóli.

Í undirbúningi er að hefja smíði á járnbrautarlestarvagni á Íslandi. Þetta kann að hljóma undarlega, en þeim sem starfa í Málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla er full alvara.

Deildin tekur nú þátt í verkefninu „Train for Europe“ á vegum Comeniusar-samstarfsins. Markmið þess er meðal annars að styrkja samstarf skóla í Evrópu. Verkefnið felst í hönnun og smíði járnbrautarlestar í verkmenntaskólum í Evrópu og taka 25 skólar þátt í því. Hannar hver skóli sinn vagn og smíðar en allir vagnarnir verða tengdir saman í Brussel að vori 2009.

„Í lok apríl á næsta ári hittumst við í Brussel og þar verður allt sett saman og keyrðir einn eða tveir hringir,“ segir Aðalsteinn Ómarsson, rennismiður og kennari, en hann er annar verkefnisstjóra verkefnisins. Hann segir nemendur hafa hannað lestarvagninn á liðinni vorönn undir handleiðslu verkefnastjóranna. Í haust hefst undirbúningur og smíði vagnsins en við hana verða notuð tölvustýrð tæki sem skólanum áskotnuðust fyrir skömmu. Hann segist ekki viss hve margir muni koma að verkefninu en reiknar með að fleiri en 40 nemendur í framhaldsnámi málm- og véltæknideildarinnar taki þátt.

Borgarholtsskóli mun ásamt fleiri skólum hanna hjólabúnað vagnanna og einn vagnanna sem draga mun alla lestina. Að auki er skólinn í forsvari fyrir hönnun lestarteina. Lestarsporið verður tæpir 19 metrar og samsett verður lestin yfir sex metra löng en hver vagn verður um 25 cm langur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert