Tekist á um ESB á næsta landsfundi

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru fjölmennir.
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru fjölmennir. mbl.is/Brynjar Gauti

Evrópupólitíkin verður mjög fyrirferðarmikil innan Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Rótfastri stefnu flokksins gegn ESB-aðild verður ekki breytt á milli landsfunda en margt bendir til að þessi mál verði eitt stærsta viðfangsefni og væntanlega átakamál næsta landsfundar flokksins, sem haldinn verður haustið 2009.

Þetta er skoðun fjölmargra viðmælenda Morgunblaðsins innan Sjálfstæðisflokksins. Að mati sjálfstæðismanna sem talað var við er Evrópuumræðan öll að breytast og kaflaskil að verða í Evrópumálunum innan flokksins.

Andstaða við aðild að ESB er áberandi á landsbyggðinni og innan sjávarútvegsins en í fréttaskýringu í blaðinu kemur fram að innan sjávarútvegsins séu menn farnir að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði í sjávarútvegi ef evran yrði ráðandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert