Ekki trúaður á uppsagnir

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist hafa rætt við forsvarsmenn Kaupþings og SPRON og fengið staðfest að engar ákvarðanir liggi fyrir um fjöldauppsagnir vegna samrunans. Bankamönnum  hefur fækkað um þrjúhundruð á þessu ári.

Morgunblaðið segir frá því að bankastarfsmönnum fækki um 150 til 200 manns, í kjölfar þess að Kaupþing yfirtaki SPRON samþykki Samkeppniseftirlitið yfirtökuna.

Björgvin segir ennfremur að eigendur hafi tjáð honum að það verði kappkostað að halda úti báðum fyrirtækjunum. Þá hafi þeir sagt að komi til einhverra uppsagna verði það frekar sérfræðingar heldur en almennir starfsmenn útibúanna sem  ættu erfiðara með að finna sér störf.

Mestu uppsagnir í sögu bankanna voru á árunum 1999 til 1995 þegar bankamönnum fækkaði um sexhundruð í kjölfar þess að Íslandsbanki varð til úr fjórum bönkum og Landsbanki og Samvinnubanki sameinuðust.

Ekki varð teljanleg fækkun í kjölfar einkavæðingar bankanna en árið 2001 þegar netbólan sprakk fækkaði bankamönnum um fjögur til fimmhundruð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert