Vandræði í útgerð vegna lána

 Útgerðarmenn eru margir nú í miklum vandræðum vegna lána sem þeir hafa tekið í erlendri mynt til að kaupa kvóta. Þorskkvótinn var skertur um 33% í september 2007 og ekki löngu síðar tók evran að hækka upp úr öllu valdi.

„Þetta er alveg skelfilegt og bláköld staðreynd. Ég tók lánið í byrjun árs og stuttu síðar var kvótinn skertur um 33% og svo leið ekki á löngu þar til evran snarhækkaði,“ segir Níels Ársælsson útgerðarmaður. Hann segist í miklum vandræðum vegna láns sem hann tók til að kaupa sér 100 tonna kvóta í ársbyrjun 2007.

Hann keypti kvótann 2. febrúar 2007 á 3500 krónur kílóið. Hann tók 100% lán fyrir kaupunum og þá var gengi evru 88,7. Því kostaði hvert kíló 40 evrur og lánið hljóðaði upp á 4 milljónir evra.

Þorskkvótinn var skorinn niður um 33% í september 2007 til að vernda stofninn. 100 tonnin urðu því að 67 tonnum á einni nóttu. Eftir það þurfti Níels í raun að borga 59,7 evrur fyrir hvert kíló sem hann veiddi.

Gengi evru í upphafi júlí 2008 var 125,66 gagnvart krónu. Það þýddi að Níels greiddi í raun 7.502 krónur af láninu fyrir hvert tonn sem hann veiddi. Lánið var því orðið meira en tvöfalt hærra en í upphafi.

Níels segir einnig að hann viti um marga fleiri sem séu í sömu aðstöðu og hann. „Ég veit til að mynda af fyrirtæki sem keypti 1.000 tonn á sömu kjörum og ég keypti mín 100. Það eru margir búnir að lenda í því sama og ég. Þetta er alveg ofboðslegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert