Kannabisplöntur fundust við húsleit

Lögreglumenn með húsleitarúrskurði inn í hús á Reykhólum við Breiðafjörð  en grunur lék á að þar væru ólögleg fíkniefni höfð um hönd.  Notaður var fíkniefnaleitarhundur við leit í húsinu og fundust fjórar kannabisplöntur sem verið var að rækta, ásamt lítilræði af maríjúana og neysluáhöldum.

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum viðurkenndi einn maður að hafa átt plönturnar, áhöldin og efnin. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur.

Umferðarslys varð í Staðardal um kl. 20 á laugardagskvöld.  Þar lentu vörubíl og fólksbíll saman og valt vörubíllinn í kjölfarið.  Farþegi úr honum var fluttur á Hólmavík til aðhlynningar en var ekki talinn mikið slasaður.  

Þá valt jeppi á Hestakleif, upp af Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.  Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur til Ísafjarðar til skoðunar en var ekki talinn mikið slasaður.

Þessu til viðbótar var tilkynnt um árekstur við Brjánslæk á Barðaströnd sem reyndist minniháttar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert