Vinnudeila í Vinnuskóla


Leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur lögðu niður störf á hádegi til að mótmæla kjörum sínum. Þeir hafa allt að þrjátíu þúsund krónum lægri laun en leiðbeinendur sem starfa við hlið þeirra en heyra undir Íþrótta og tómstundaráð.

Þeir fjölmenntu í Ráðhúsið um tvöleytið þar sem þeir afhentu kröfur sínar og undirskriftalista. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri gat ekki tekið á móti þeim en hann er í sumarleyfi. Hallur Páll Jónsson mannauðsstjóri veitti listanum viðtöku og sagði málið þegar vera til skoðunar á vegum borgarinnar. Niðurstöðu væri að vænta fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert