Vaxandi óvissa um Listaháskóla

Vegfarendur skoða sýningu á tillögum að nýju húsi Listaháskólans.
Vegfarendur skoða sýningu á tillögum að nýju húsi Listaháskólans. mbl.is/Frikki

Allt er nú óvíst um byggingu nýs Listaháskóla við Laugaveg. Verðlaunatillaga um húsið rúmaðist ekki innan gildandi deiliskipulags, sem borgarstjóri og Magnús Skúlason, verðandi fulltrúi hans í skipulagsráði, vilja fylgja út í æsar til að varðveita 19. aldar götumynd Reykjavíkur. Borgarstjóri vísar í bókun skipulagsráðs máli sínu til staðfestingar. Magnúsi líst hvorki á húsið né staðsetninguna og skólastjóri Listaháskólans hafnar því að tillögunni verði breytt.

Fyrrverandi borgarstjóri vísar því á bug að húsin sem borgarstjóri vill varðveita séu 19 aldar götumynd. „Þetta er della, nær væri að tala um 20. aldar götumynd, segir Steinunn Valdís Óskar. Ekkert var útilokað og öllum mátti ljóst vera að skipulagið yrði tekið til endurskoðunar ef svo bæri undir. Ef ekki, hefði það verið tekið skýrt fram í keppnislýsingu,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri. Hún segir orðalag bókunarinnar sem borgarstjóri vísi í fela í sér mikla opnun.

„Borgaryfirvöld voru með í ráðum frá upphafi og þessi stjórnsýsla gengur ekki,“ segir hún.

Ýmis ummæli borgarstjóra í 24 stundum eru röng og hrokafull að mati Steinunnar Valdísar. „Ég mótmæli því sem að mér snýr, en Ólafur segist vera fyrsti borgarstjórinn sem sé einlægur umhverfissinni.

Ég greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun og hef sýnt einlægni í umhverfismálum í verki,“ segir Steinunn Valdís. „Ég veit ekki um neinn stjórnmálamann sem talar til samstarfsfólks síns eins og Ólafur F. Magnússon.“

Steinunn telur Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur hafa sagt við fjölmiðla það sem allir hefðu átt að segja í hennar sporum að ráðið myndi fjalla um tillöguna. Réttur mánuður er síðan Ólafur F. Magnússon lýsti stuðningi við setu Ólafar í skipulagsráði. Á sama tíma virðist hann hafa staðið í viðræðum við Magnús sem nú er áætlað að taki við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert