Dorrit klæðist merkum skautbúningi

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief veifa til fólks á …
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief veifa til fólks á Austurvelli eftir innsetningarathöfnina fyrir fjórum árum. mbl.is/Júlíus

Skrifstofa forseta Íslands hefur greint frá því Dorrit Moussaieff forsetafrú muni klæðast skautbúningi, sem saumaður var af Jakobínu Thorarensen árið 1938 við embættistöku forseta Íslands í dag. 

Búningurinn var saumaður af Jakobínu sem var annáluð hannyrðakonu, á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.  

Jakobína baldýraði treyjuna með gullþræði sem enn er gljáandi og er munstrið sóleyjarmunstur sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Í samfellunni er einnig listsaumur með sóleyjarmunstrinu saumað með silkiþræði. 

Á ermum búningsins eru  7 hnappar úr víravirki með laufi. Dorrit mun einnig bera gamla víravirkisbrjóstnælu sem er gjöf til hennar frá Ólafi Ragnari. Þá mun hún bera víravirkisbeltið með sprota er smíðað af Gísla Árnasyni gullsmið frá Ísafirði (1859 – 1942).  

Koffrið er smíðað af Þórarni Ágústi Þorsteinssyni (1859 – 1945) frá Ísafirði og blæjan, sem er úr bómullartjulli og applikeruð er í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Er hún frá því um 1910.

Búningurinn er í eigu Kolfinnu Sigurvinsdóttur, sem rekur þjóðbúningaleigu í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert