Fjör í hinsegin halarófu

Það má gera ráð fyrir miklu stuði næstu daga þegar Hinsegin dagar í Reykjavík verða haldnir hátíðlegir í 10 sinn, en hátíðin hefst formlega á morgun. „Þetta er gleðihátíð {...} Ég held að það sé gott að koma og vera glaður í hinsegin halarófu,“ segir sýningarstjóri hátíðarinnar.

Nú sem endranær verður gleðigangan niður Laugaveg stærsti einstaki viðburður hátíðarinnar. „Gangan er sú stærsta í 10 ára sögunni. Það eru 30-31 atriði sem verða í göngunni, þ.e. fastir hópar sem eru í göngunni sjálfri,“ segir Ásdís Þórhallsdóttir sýningarstjóri í samtali við mbl.is og bætir við að veðrið muni auk þess verða dásamlegt um næstu helgi.

Hún segir að gleðigangan, sem hefst kl. 14 á laugardag, og stemningin í kringum hana dragi að sér alls konar fólk. „Það geta allir í fjölskyldunni, gamlir sem ungir, komið og notið skemmtunarinnar.“

Auk göngunnar verður heilmargt í boði, t.a.m. tónleikar, kynjaböll og ljósmyndasýning.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert