Nærbuxur í fánalitum

Ströng fánalög á Íslandi þar sem brot geta varðað sektum eða eins árs fangelsi, virðast ekki koma í veg fyrir að fólk umgangist fánann af talsverðri léttúð. Þannig er fáninn notaður í auglýsingaskyni og ferðamönnum boðnar efnislitlar nærbuxur, inniskór og minjagripir í fánalitunum.

Lögreglan hefur eftirlit með að notkun þjóðfánans sé í samræmi við lög. En ef rís ágreiningur um rétta notkun þjóðfánans, þá sker forsætisráðuneytið úr honum.

Heimilt er að nota fánann í vörumerki eða á söluvarning eða í auglýsingar með sérstöku leyfi forsætisráðuneytisins enda sé fánanum ekki óvirðing gerð. Ekki liggur fyrir hvort forsætisráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir nærbuxurnar en Vodafone telur að nýleg auglýsing fyrirtækisins hafi verið gerð með hliðsjón af fánalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert