Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ

Verðlaunamynd Láru Þórðardóttur.
Verðlaunamynd Láru Þórðardóttur. Lára Þórðardóttir

Lára Þórðardóttir, 16 ára nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, vann til verðlauna í alþjóðlegri  ljósmyndasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.  Þema ljósmyndakeppninnar var „Ungt fólk á tímum loftslagsbreytinga" og mátti hver þátttakandi senda inn 3 ljósmyndir sem svara spurningum um hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á líf þeirra í dag og í framtíðinni. 

Ljósmyndakeppnin var haldin í tengslum við Alþjóðlega ráðstefnu ungmenna en 12. ágúst hefur verið valinn alþjóðlegur dagur unga fólksins.

Lára sendi inn 2 ljósmyndir og færði önnur þeirra henni verðlaun. Báðar myndir Láru verða meðal 48 útvalinna ljósmynda í samkeppninni, sem sýndar verða á Alþjóðlegri ráðstefnu ungmenna í Quebec 12.ágúst. 

Hér má sjá verðlaunaljósmyndirnar www.shootnations.org

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert