Borgarfulltrúar segja fátt

Borgarfulltrúar eru að koma á fund borgarráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Þeir hafa verið  fámálir við fréttamenn. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, sagðist ekki hafa fengið nein tilboð um þátttöku í meirihlutasamstarfi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagðist ekki eiga von á að myndaður yrði nýr meirihluti í dag.

Hvorki Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, hafa sést þótt fundur borgarráðs sé hafinn. Júlíus Vífill Ingvarsson, varamaður Hönnu Birnu, mætti í hennar stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert