Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Júlíus

Fullyrt er á vefmiðlum að sjálfstæðismenn hafi ákveðið að slíta samstarfinu við Ólaf F. Magnússon í borgarstjórn Reykjavíkur og taka upp samstarf við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokks. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, verði borgarstjóri og Óskar formaður borgarráðs.

Bæði dv.is og visir.is halda því fram, að sjálfstæðismenn hafi slitið samstarfinu við F-listann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert