Harður árekstur á Bústaðavegi í nótt

mbl.is/Július

Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar um tvö leytið í nótt.  Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu bílarnir úr gagnstæðri átt og annar tekur beygju með fyrrgreindum afleiðingum.

Fjórir voru í öðrum bílnum og sluppu allir án meiðsla.  Ökumaður hins bílsins var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild með minniháttar meiðsl á hálsi.   

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn til þess að hreinsa upp olíu og ganga úr skugga um öryggi á svæðinu.  Bílarnir eru að sögn lögreglu mikið skemmdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert