Svavar dregur dagbækur í efa

Svavar Gestsson segist hafa margt við dagbækur Matthíasar að athuga.
Svavar Gestsson segist hafa margt við dagbækur Matthíasar að athuga. mbl.is/Kristinn

„Það er margt í þessu sem ég myndi vilja gera athugasemdir við," sagði Svavar Gestsson sendiherra í Kaupmannahöfn er hann var inntur eftir viðbrögðum við dagbókarfærslum Matthíasar Johannessen.

„Á undanförnum tíu árum hefur mér oft legið margt á tungu og viljað tjá mig um málefni í opinberri umræðu á Íslandi en neitað mér um það en ég ætla ekki að byrja á því af þessu tilefni þó ég hafi margt um þetta að segja," bætti Svavar við í samtali við mbl.is.

Svavar sagðist mundu tjá sig um þetta síðar. Matthías nefnir í dagbók sinni að er þeir Svavar áttu samtal á ritstjórn Morgunblaðsins fyrir tíu árum hafi Svavar sagt honum að hann hygðist skrifa persónulegt rit um persónulega reynslu sína. Svavar staðfesti við blaðamann mbl.is að slík bók væri í smíðum.

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir í dagbókarskrifum sínum frá einkasamtali sem hann átti við Svavar Gestsson árið 1998 og hefur hann eftir Svavar að fjármálaóreiða hafi ríkt í formannstíð Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta Íslands, sem var formaður Alþýðubandalagsins.

Matthías hefur einnig eftir Svavari að Össuri Skarphéðinssyni sé ekki treystandi og einnig segir Matthías að fyrrum Alþýðubandalagsmennirnir Óskar Vigfússon og Mörður Árnason fái falleinkunn hjá sendiherranum.

Dagbækur Matthíasar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert