Latabæjarhlaupið hafið

Það er margt um manninn í Latabæjarhlaupinu.
Það er margt um manninn í Latabæjarhlaupinu. Mbl.is/Golli

Latabæjarhlaup Glitnis er nú hafið fyrir framan Háskóla Íslands. Margt er um manninn en hlaupið er ætlað börnum níu ára og yngri ásamt forráðamönnum. Fjölbreytt skemmtiatriði eru í boði fyrir yngri kynslóðina.

Hlaupinu er skipt í fimm aldurshópa og gert er ráð fyrir að börn 6 ára og yngri hafi með sér einn fylgdarmann.

Frá klukkan 12.30 er fjölbreytt barnaskemmtun á svæðinu og verður Latibær að sjálfsögðu viðstaddur en Glanni glæpur, Solla stirða og Halla hrekkjusvín mæta til að skemmta ásamt „Team Lazytown".

Þá munu Skoppa og Skrítla skemmta, Ingó og Veðurguðirnir taka lagið, Georg heilsar upp á börnin og börn úr dansdeild ÍR taka sporið.

Nánar um hlaupið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert