Afstaða til Georgíu mun breytast

Vicktor Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, á blaðamannafundi í dag.
Vicktor Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/HAG

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor I. Tatarintsev, boðaði til blaðamannafundar í dag í kjölfar yfirlýsingar Rússa um átökin í Georgíu. Kom þar fram að sendiherrann telur að frosthörkurnar í samskiptum Rússlands og NATO muni ganga yfir á nokkrum mánuðum og að eftir nokkur ár muni vesturlönd líta atburðina í Georgíu öðrum augum.

Tatarintsev sagði, að Mikheil Saakashvili, Georgíuforseti, hafi gert afdrifarík mistök í trausti þess að njóta stuðnings stjórnvalda í Washington og stjórnmálamanna Evrópusambandsins í Brussel. Aðgerðir Georgíumanna hafi kallað á skjót viðbrögð Rússa sem hafi ekki getað gert annað en að koma héruðunum tveimur, Suður-Ossetíu og Abkhasíu til hjálpar.

Þá ítrekaði sendiherrann andstöðu Rússa við inngöngu Georgíu og Úkraínu í NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert