Aflaheimildir dragast saman um 17%

Brimnes RE.
Brimnes RE. mbl.is/Sverrir

Skip sem fá úthlutað aflamarki á grunni aflahlutdeilda við upphaf næsta fiskveiðiárs eru 312 talsins og aflamark þeirra er 222.233 þorskígildistonn. Það er rúmlega 17% samdráttur frá upphafsúthlutun til aflamarksskipa á fyrra fiskveiðiári.

Í krókaaflamarki eru 397 bátar og er krókaaflamark sem þeim er úthlutað grunni krókaaflahlutdeilda 30.400 þorskígildistonn. Það er rúmlega 9% samdráttur frá upphafsúthlutun til krókabáta á fyrra fiskveiðiári. Alls er því úthlutað aflamark/krókaaflamark á grunni hlutdeilda 252.634 þorskígildistonn sem er 16% samdráttur í þorskígildum frá upphafsúthlutun fyrra fiskveiðiárs.

Fiskistofa hefur birt lista yfir úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa. Mestan kvóta fá  Guðmundur í Nesi RE 13, 4556 þorskígildistonn, Brimnes RE 27, 4501 þorskígildistonn, Arnar HU 1 á Skagaströnd, 4492 þorskígildistonn, og Júlíus Geirmundsson ÍS 270, 4235 þorskígildistonn.

Fiskveiðiárið hefst 1. september. 

Vefur Fiskistofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert