Landsliðið komið heim

Íslensku ólympíufararnir ganga út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli.
Íslensku ólympíufararnir ganga út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Frikki

Farþegaflugvél Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17 með íslensku ólympíufarana innanborðs.

Flugvélin, Guðríður Þorbjarnardóttir,  hafði áður hnitað nokkra hringi yfir borginni í fylgd tveggja þyrlna Landhelgisgæslunnar og DC-3 flugvélarinnar Páls Sveinssonar. 

Móttaka verður fyrir íslensku íþróttamennina á Kjarvalsstöðum. Til stóð að íþróttafólkið myndi fara í opnum vagni frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg klukkan 18 en tímasetningar gætu riðlast.

Þota Icelandair lendir í Reykjavík.
Þota Icelandair lendir í Reykjavík. mbl.is/Kristinn
Flugvél Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli í fylgd tveggja þyrlna Landhelgisgæslunnar.
Flugvél Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli í fylgd tveggja þyrlna Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn
mbl.is/Frikki
Landsliðsmennirnir voru að vonum kátir á leiðinni til Íslands.
Landsliðsmennirnir voru að vonum kátir á leiðinni til Íslands. mbl.is/Halldór
Vagninn bíður á Skólavörðuholti eftir íslenska landsliðinu.
Vagninn bíður á Skólavörðuholti eftir íslenska landsliðinu. mbl.is/G. Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert