Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst

Stjórn Landsvirkjunar auglýsir starf forstjóra fyrirtækisins laust til umsóknar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Friðrik Sophusson, núverandi forstjóri, hefur lýst því yfir að hann muni hætta sem forstjóri fljótlega eftir að hann verður 65 ára í október. 

Samkvæmt auglýsingunni hefur forstjórinn það hlutverk, að framfylgja stefnu stjórnar Landsvirkjunar og gæta hagsmuna fyrirtækisins í hvívetna.

Gerðar eru kröfur til umsækjenda um háskólamenntun, sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstarreynslu, yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu á sviði fjármála, framúrskarandi samskiptahæfni og góðrar tungumálakunnáttu. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.

Umsóknarfrestur er til 12. september. Tekið er fram, að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert