Allir fái tækifæri til að spila

Sigfús Sigurðsson og móðir hans Margrét Dórothea Sigfúsdóttir
Sigfús Sigurðsson og móðir hans Margrét Dórothea Sigfúsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Breyta þarf áherslum í þjálfun yngri flokka á Íslandi, að sögn Sigfúsar Sigurðssonar og móður hans Margrétar Dórotheu Sigfúsdóttur. Of mikið er lagt upp úr að sigra, í stað þess að gefa öllum tækifæri. Sigfús var næstum hættur handboltaiðkun á unglingsaldri vegna þess að hann fékk aldrei tækifæri til að spila. En Margrét horfir ekki á leiki landsliðsins enda segist hún ekki vera spennufíkill. Hún tekur upp leikina og horfir á þá síðar.

Sigfús leggur mikið upp úr fjölskyldunni. „Pabbi og mamma eru algjörir snillingar. Og ég var búinn að hlakka til að vera í sömu álfu og systir mín, sem hefur búið lengi í Bandaríkjunum. En um leið og ég kom heim, þá flutti hún til Indlands. Það verður því að bíða enn um sinn. En fjölskyldan skiptir öllu máli í þessu lífi. Og þeir vinir sem maður getur talið til fjölskyldu, æskuvinir og þeir sem hafa staðið við bakið á manni í gegnum súrt og sætt. Auðvitað saknar maður þeirra úti. Þannig að nú tekur maður upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir einhverjum árum. Vonandi að maður sé ekki orðinn of mikið gamalmenni!“

Og Sigfús efast ekki um að hann myndi pluma sig vel í Hússtjórnarskólanum hjá mömmu. „Annars er nú erfitt að kenna manni það sem maður kann fyrir. Ég held hins vegar að fleiri strákar ættu að fara í þetta nám og læra almennileg heimilisstörf. Þetta er ekki bara fyrir húsmæður! Strákarnir geta fengið nokkrar einingar út á að læra að þrífa, ganga vel um og elda – vera vel húsum hæfir. Ég vil hvetja sem flesta karlmenn til að fara í þetta nám; það er ekki eingöngu ætlað stelpum eða konum.“

Ítarlegt viðtal við Sigfús og móður hans er að finna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert