Gunnlaugur í haustlitahlaupi

Stefán Viðar og Gunnlaugur á lokasprettinum í Þorskafirði.
Stefán Viðar og Gunnlaugur á lokasprettinum í Þorskafirði.

Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hljóp um síðustu helgi fyrsta formlega haustlitahlaupið frá  Flókalundi í Bjarkalund, samtals um 125 km vegalengd á tveimur dögum. Áningarstaðurinn um nóttina var í Djúpadal í Djúpafirði.

Fram kemur á vef Reykhólahrepps, að með Gunnlaugi í för voru Ingólfur Sveinsson geðlæknir, Stefán Viðar Sigtryggsson Íslandsmeistari í maraþoni og hjónin Jóhanna Eiríksdóttir og Ívar Adolfsson. Þau fjögur skiptust á að hlaupa hluta af leiðinni og selflytja bílana eftir því sem ferðinni vatt fram.

Gunnlaugur segir á bloggvef sínum, að þegar komið var í Þorskafjörð og dró að leiðarlokum hafi hópur fólks tekið á móti hlaupurunum með sveitarstjórahjónin í Reykhólasveit í broddi fylkingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert