Risakönguló í Reykjanesbæ

Köngulóin í krukkunni.
Köngulóin í krukkunni. vf.is/Hilmar Bragi

Leggjalöng könguló fannst í Reykjanesbæ í morgun. Köngulóin var króuð af úti í horni í verslunarhúsi í bænum og veidd í krukku. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta, að talið sé að köngulóin hafi komið hingað með vörusendingu frá útlöndum.

Ekki vita menn hvað tegundin heitir og hjá Náttúrustofu Reykjaness stóðu menn ráðþrota yfir því hvaða könguló þetta gæti verið. 200 síðna bók um köngulær í norðanverðri Evrópu veitti engin svör, svo þessi könguló er komin lengra að. Kallaðir verða til færustu sérfræðingar landsins til að greina dýrið, að því er kemur fram á vef Víkurfrétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert