Eldur logaði í Keikókvínni

Lóðsinn, hafnsögubátur Vestmannaeyjahafnar, sést hér slökkva eldinn í morgun.
Lóðsinn, hafnsögubátur Vestmannaeyjahafnar, sést hér slökkva eldinn í morgun. mynd/Sigurgeir

Kveikt var í Keikókvínni svokölluðu, sem er í Klettsvík, í nótt. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum sigldi hafsögubáturinn Lóðsinn að kvínni og slökkti eldinn, en slökkvistarfið gekk greiðlega. Ekki var um mikinn eld að ræða.

Að sögn lögreglu er ljóst að einhver hefur haft nokkuð fyrir því að kveikja eld í kvínni enda þurfa menn að komast að henni í bát. Tilkynning barst lögreglu rétt fyrir kl. sjö í morgun, en kveikt hafði verið í einhverju drasli á dekki kvíarinnar, segir lögregla.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert