Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að hún teldi Bjallavirkjun ekki koma til greina. Nóg væri komið af risastórum uppistöðulónum á miðhálendinu.

Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar annars áfanga Rammaáætlunar um virkjanakosti, sagði hins vegar í dag, að það sé ekki óhugsandi að Bjallavirkjun geti orðið eitt af viðfangsefnum verkefnisstjórnarinnar, en óhugsandi sé að nokkrar framkvæmdir hefjist vegna Bjallavirkjunar, án þess að virkjunin verði sett á áætlunina og Alþingi samþykki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert